145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:43]
Horfa

Elín Hirst (S):

Virðulegi forseti. Atburðir síðustu daga segja mér eitt, að við þurfum að fá öll þessi mál upp á yfirborðið, skera upp herör gegn því að hér búi tvær þjóðir í einu landi, skera upp herör gegn skattundanskotum. Fólk á að standa skil á sínu. Þeim sem vilja fá ókeypis far á ekki að standa það til boða. Ég skil ekki hvers vegna í ósköpunum fólk vill fá ókeypis far, setja meiri byrði á aðra og sleppa sjálft við að axla sínar byrðar. Það er algjörlega óskiljanlegt. Ríkisstjórnin hefur brugðist við. Það hafa orðið alvarlegir atburðir hér sem hafa komið illa niður á trausti almennings til stjórnmálamanna. Forsætisráðherra hefur sagt af sér. Það verða kosningar í haust. Ég segi nei. (SII: Hvenær verða kosningar?)