145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[17:59]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Hér hefur mikið gengið á og margt verið rætt og komið fram. Ég tel að þegar ástandið er svona verði stjórnmálamenn sem hafa verið kosnir af þjóðinni til að fara með málefni þeirra og hagsmuni að taka yfirvegaða ákvörðun, sýna ábyrgð og fara yfir alla hluti málsins. Ég tel að það hafi verið gert í þessu máli og fundin viss málamiðlun sem er mikilvæg í stjórnmálum af því ekki er alltaf hægt að komast að niðurstöðu sem allir sætta sig við, þótt best sé þegar það tekst. Ég tel að skynsemin ráði með því að boðað verði til kosninga í haust. Þess vegna segi ég nei.