145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:11]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það eru hræddir stjórnarherrar sem hér í dag hafa læst saman klónum til þess að forðast dóm kjósenda. Menn geta kannski staðist vantraust inni í þessum sal en þingmenn stjórnarflokkanna eru ekki þjóðin. Þjóðin er utan þessara veggja. Hún á rétt á því að fá að kveða upp sinn dóm um verk og frammistöðu þeirra sem fara með stjórnartaumana á þessari stundu. Fólkið krefst kosninga með réttu. Ég styð þá kröfu. Þess vegna segi ég já.