145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:12]
Horfa

Óttarr Proppé (Bf):

Virðulegur forseti. Hv. þm. Jón Gunnarsson orðaði það rétt hérna áðan þegar hann sagði að við lifðum örlagatíma. Við lifum vissulega örlagatíma og það er í boði þeirrar ríkisstjórnar sem nú er að finna upp nýja útgáfu af sjálfri sér. Forseti bað um hljóð í salnum áðan en hann getur ekki beðið um hljóð hérna úti. Það er þjóðin sem er að kalla eftir siðbót og endurnýjuðu umboði í íslenskri pólitík. Ef við, þingið, verðum ekki við því, ef við ætlum að halda valdinu hérna inni í bakherbergjum og göngum þingsins erum við að ofbjóða almenningi í landinu eftir það sem á undan er gengið. Mér finnst það óboðlegt, óásættanlegt.

(Forseti (EKG): Þingmaðurinn segir?)

Ég segi já.