145. löggjafarþing — 95. fundur,  8. apr. 2016.

vantraust á ríkisstjórnina, þingrof og nýjar kosningar.

692. mál
[18:17]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Herra forseti. Við heyrum óminn utan af Austurvelli þar sem mótmælendur hafa safnast saman fimmta daginn í röð. Enn á morgun eru boðuð mótmæli. Ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hefur ekki traust þjóðarinnar vegna stærsta hneykslismáls íslenskrar stjórnmálasögu. Krafa almennings um kosningar strax er krafa fólks um að þvo skömm þessa hneykslis af sér og skila skömminni þangað sem hún á heima.

Forseti. Ég styð tillögu um þingrof og kosningar strax.