145. löggjafarþing — 97. fundur,  13. apr. 2016.

túlkun reglna um hagsmunaskráningu þingmanna.

[15:26]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Um leið og ég árétta að það er eiginlega alveg út í hött að við séum að hefja hér þingstörf einn daginn enn án þess að kosningadagsetning liggi fyrir vildi ég aðeins árétta líka annað vegna orðaskipta okkar hv. þm. Þorsteins Sæmundssonar. Hann vísaði í lista yfir þátttakendur þar sem nafn hans hefði komið fram, en það er ekki málið. Málið er einfaldlega það að Alþingi þarf að eiga formlegan fulltrúa á samkundu eins og kvennaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna. Það er ekki nægjanlegt að einstaka þingmenn með brennandi áhuga kaupi sér flugfar á eigin reikning af því að þá langar, heldur þarf Alþingi sem löggjafarsamkunda og þjóðþing að eiga formlegan fulltrúa á þessari kvennaráðstefnu. Það var auðvitað megininntak míns máls þegar ég tók þetta upp fyrir nokkrum vikum. Þeirri fyrirspurn var ekki beint persónulega gegn hv. þm. Þorsteini Sæmundssyni, að (Forseti hringir.) sjálfsögðu ekki, ég fagna jafnréttisáhuga hans og hvet hann til dáða í þeim efnum sem öðrum.


Tengd mál

Efnisorð er vísa í ræðuna