145. löggjafarþing — 98. fundur,  14. apr. 2016.

Frestun á skriflegum svörum.

[10:33]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Borist hafa þrjú bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 1005, um öryggisúttekt á vegakerfinu, frá Vilhjálmi Árnasyni, fyrirspurn á þskj. 1010, um stöðu nethlutleysis hjá íslenskum fjarskiptafyrirtækjum, frá Ástu Guðrúnu Helgadóttur, og fyrirspurn á þskj. 1050, um eftirlit með rekstri Íslandspósts og póstþjónustu, frá Willum Þór Þórssyni.

Einnig hefur borist bréf frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skriflegt svar við fyrirspurn á þskj. 1060, um undanþágur frá gjaldeyrishöftum, frá Helga Hjörvar.