145. löggjafarþing — 98. fundur,  14. apr. 2016.

fjárlagagerð fyrir árið 2017.

[11:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegur forseti. Þegar ný ríkisstjórn var mynduð var látið reyna á það hvaða stuðning hún hefði í þinginu. Hv. þingmaður var einn þeirra sem stóð að því.

Í atkvæðagreiðslu um vantraust á ríkisstjórnina og þingrof hafði ríkisstjórnin stuðning 38 þingmanna. Með þann ríka meiri hluta hyggst ríkisstjórnin einfaldlega starfa áfram, eins og við höfum svo oft sagt, á grundvelli þeirra þingmála sem eru komin til þingsins og eftir atvikum önnur brýn mál sem gætu þurft að koma fram. Þau hafa verið nefnd, eins og t.d. frumvarp vegna útboðs á aflandskrónum. Síðan ganga hlutirnir áfram fyrir sig. Ríkisstjórnin hefur boðað að hún vilji ljúka þessum málum og leggi áherslu á að nýta tímann vel.

Það hefur verið nefnt að kjósa í haust. Já, það er stefnt að því. En það skiptir máli að hlutirnir gangi eðlilega fyrir sig á þinginu og að það sé einhver framgangur í þeim verkefnum sem ríkisstjórnin hefur beitt sér fyrir.

Við höfum líka átt fundi með stjórnarandstöðunni og boðið upp á samtal um það (Forseti hringir.) hvernig stjórnarandstaðan sjái þetta helst gerast. En fyrsta fundinum lauk með því að stjórnarandstaðan vildi láta reyna á vantraust.