145. löggjafarþing — 99. fundur,  18. apr. 2016.

þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB.

[15:31]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Nú er mikið rætt um kosningar sem stjórnvöld hafa lofað og við bíðum öll spennt eftir því að fá að vita hvenær því loforði verði framfylgt.

En þá langar mig að rifja það upp að í aðdraganda síðustu kosninga gáfu báðir stjórnarflokkarnir það út að kosið yrði um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið á kjörtímabilinu sem nú er senn á enda.

Ég vil spyrja hæstv. utanríkisráðherra hvenær þessi atkvæðagreiðsla muni fara fram.