145. löggjafarþing — 99. fundur,  18. apr. 2016.

þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB.

[15:34]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F):

Virðulegi forseti. Stefna stjórnarflokkanna var mjög skýr fyrir kosningar. Mjög skýr. Ísland er ekki lengur umsóknarríki og það er alveg ljóst. Ef það er vilji nýrrar ríkisstjórnar, og ég veit ekki hvernig þeim málum verður háttað, að greiða atkvæði um framvindu þessara mála þá gerir hún það, þá er það ekkert mál. Þetta er staðan og stefnan var skýr og henni var framfylgt.