145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

svör við fyrirspurnum.

[14:48]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill greina frá því að forseti og skrifstofan minna ráðuneytin reglulega á að svara spurningum sem ekki hefur verið svarað á tilsettum tíma.

Stundum er það þannig að um getur verið að ræða efnislegar spurningar af þeim toga að það tekur lengri tíma að svara þeim en ætlunin var og gert er ráð fyrir í þingsköpum.

Eins og hv. þingmenn hafa tekið eftir er nokkuð reglulegt að forseti les af forsetastóli tilkynningar frá ráðuneytum um að þau hafi ekki getað svarað spurningum á tilsettum tíma.

Hvað varðar fyrirspurn hv. þingmanns, sem forseti kann ekki skil á, ætlar hann auðvitað að fylgja því eftir eins og öðrum spurningum sem ástæða er til að biðja ráðuneytin að hraða svörum við.

Forseti telur líka í því sambandi áhugavert að draga saman upplýsingar almennt um fjölda fyrirspurna á þessu þingi til skriflegs svars.