145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[15:57]
Horfa

Elsa Lára Arnardóttir (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil byrja á að þakka hv. þm. Kristjáni L. Möller fyrir andsvarið. Það var rétt sem þingmaðurinn fjallaði um í andsvari sínu að ég fagna fyrirhuguðum framkvæmdum, m.a. á Vestfjörðum.

Mun ég styðja þessa tillögu? Já, ég mun styðja hana vegna þess að í tillögunni sjáum við að það á að fara í stórar framkvæmdir, m.a. í því kjördæmi sem ég kem frá. Þetta eru framkvæmdir sem fólk hefur verið að bíða eftir víðast hvar.

Auðvitað er það svo að maður vill alltaf sjá meira í hlutunum. En hér tel ég að verið sé að stíga mjög mikilvæg skref í mikilvægum samgönguumbótum, m.a. í Norðvesturkjördæmi, og ég mun styðja það.