145. löggjafarþing — 101. fundur,  19. apr. 2016.

fjögurra ára samgönguáætlun 2015--2018.

638. mál
[17:17]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þingmanni svörin. Það liggur fyrir, og því hefur ekki verið andmælt í þessari umræðu, að hér eru allt of lágar upphæðir í heildina. Þjóðhagslega er þessi áætlun langt undir öllum viðmiðum og samanburður er nánast á öllum tímum óhagstæður. Mig langar að biðja hv. þingmann að staðfesta þann skilning minn að hún sé reiðubúin til að samþykkja þessa rýru samgönguáætlun óbreytta.