145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

kjördagur og áherslumál ríkisstjórnarinnar.

[15:12]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Það er mikið talað á stjórnarheimilinu um að skapa traust. Í mínum huga er það að skapa traust að skapa trúverðuga áætlun. Sú áætlun liggur ekki enn fyrir. Því þarf forseti Alþingis sjálfur að setja dagsetningu tafarlaust því að það er ljóst að þeir sem stjórna ríkisstjórnarheimilinu eru vanhæfir til þess eða vanmáttugir. Ég skora því á forseta að koma með dagsetningu. Það er í höndum á þinginu að vinna öll þessi verk sem væntanlega liggja fyrir og hafa komið fram á lista eða óskaskrá ríkisstjórnarinnar sem er, satt best að segja, forseti, ekki trúverðug, því að þetta er óskalisti sem er fyrir heilt kjörtímabil en ekki einn mánuð.