145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

útlendingar.

728. mál
[17:59]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er þess fullviss að þótt málið hafi verið unnið í þeirri miklu sátt sem það hefur verið unnið í — og ég vil ítreka þakkir mínar út af því — þá séu alltaf einhver atriði sem menn geta haft ólíkar skoðanir á. Til þess er auðvitað vinnan í þinginu fram undan.

Ástæðan fyrir því að þessi breyting var gerð var fyrst og fremst sú að fylgja þeirri þróun löggjafar sem er í löndunum í kringum okkur. Það hefur verið mín skoðun, og það á bæði við um þessa löggjöf, það á líka við um Schengen, þróunina þar og það á við um Dyflinnarreglugerðina. Ég er þeirrar skoðunar að það sé mjög mikilvægt að okkar löggjöf sé í meginatriðum samhljóða því sem er hjá nágrannaríkjum okkar. Við erum þess fullviss að þetta sé í lagi.

Við hefðum ekki gert þetta nema við teldum að það væri í lagi að gera þetta svona. Ég veit að sumir hefðu viljað ganga enn lengra en við gerum í þessu tilviki, ég var ekki reiðubúin til að gera það. Eins og ég segi þá geta alltaf verið um þetta skiptar skoðanir, en númer eitt, tvö og þrjú: Þarna erum við að fylgja eftir þróun löggjafar og ég ítreka að ég held að (Forseti hringir.) í þessum málaflokki sé skynsamlegt fyrir okkur að fylgja Norðurlöndunum að málum.