145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

útlendingar.

728. mál
[18:03]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langar að nota þetta tækifæri og óska hæstv. innanríkisráðherra til hamingju með að hafa lagt fram frumvarp til heildarendurskoðunar á gildandi lögum um útlendinga og vil jafnframt nota tækifærið og fagna því fyrir mitt leyti að þetta frumvarp er komið fram.

Óhjákvæmilega hefur sá hópur sem leitar eftir alþjóðlegri vernd fengið mesta athygli í umræðu síðustu vikna og mánaða, en mig langar að spyrja ráðherrann sérstaklega út í þá þætti sem snúa að atvinnulífinu. Í hvaða atvinnugreinum telur ráðherrann að þær breytingar sem hér eru lagðar til muni hafa mest áhrif og hverjir munu fyrst og fremst geta nýtt sér þær breytingar sem þarna eru lagðar til?