145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

útlendingar.

728. mál
[18:06]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Mig langar að spyrja frekar út í samspil atvinnuréttinda og dvalarleyfa og hvað felst í raun í þeim breytingum sem þar er verið að leggja til eða samræma og hvaða áhrif það hefur gagnvart þeim útlendingum sem sækja hér um atvinnuleyfi eða dvalarleyfi.

Mig langar líka að spyrja út í það sem innanríkisráðherra kom inn á og snýr að Istanbúl-samningnum, baráttunni gegn ofbeldi gegn konum og heimilisofbeldi, á hvaða hátt innleiðing þess samnings hefur áhrif á ákvæði frumvarpsins.