145. löggjafarþing — 102. fundur,  20. apr. 2016.

útlendingar.

728. mál
[18:08]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna og óska honum til hamingju með þennan dag. Það eru öll skref mikilvæg í þeim langa leiðangri sem við erum í saman sem er að bæta útlendingalöggjöfina á Íslandi.

Framvindan á lokametrunum hefur verið lokaðri en hún var í höndum nefndarinnar. Við skiluðum af okkur til ráðherra í nóvember og sáum svo frumvarpið nú á dögunum, og líka í ágætum kynningum af hendi ráðuneytisins, og urðum þess áskynja að nokkrar breytingar hafa verið gerðar á málinu. Mig langar þá að staldra sérstaklega við eina breytingu sem lýtur að endurmati á umsóknum fylgdarlausra barna þegar barn verður 18 ára. Ég tel að sú breyting sé algjört óráð og sé ekki í þeim anda sem frumvarpið hefur verið skrifað í, þ.e. í anda mannúðar og mannréttinda. Hann hlýtur að teljast mjög kúnstugur sá tónn sem sleginn er, (Forseti hringir.) að það standi til að endurmeta stöðu barna við 18 ára aldur þegar fyrir liggur mat á fyrri stigum.