145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Panama-skjölin og afleiðingar þeirra.

[10:41]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Hér fundum við eins og ekkert hafi í skorist. Eftir hrun áttuðu fleiri og fleiri Íslendingar sig á því að ákveðinn hópur landsmanna saug fé út úr hagkerfinu til að hagnast á kostnað samborgara sinna. Með afhjúpun Panama-skjalanna kom í ljós að þrír ráðherrar í ríkisstjórn Íslands voru þátttakendur í þeim ljóta leik. Tveir þeirra sitja enn eins og ekkert hafi í skorist og tala til okkar hinna um að við skulum vinna með þeim að framgangi góðra mála.

Herra forseti. Það kemur ekki til greina. Krafan hér úti er um kosningar strax. Það eru ekki bara dyntir í stjórnarandstöðunni, það er fullkomin vantrú á forustu Sjálfstæðisflokksins og forustu Framsóknarflokksins og krafa um að við fáum endurnýjað umboð (Forseti hringir.) fyrir stjórn landsins.