145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Panama-skjölin og afleiðingar þeirra.

[10:54]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill blanda sér í þessa umræðu úr því að farið var að ræða um þann fund sem forseti átti með þingflokksformönnum í gær sem var ágætur og uppbyggilegur. Þar varð niðurstaðan sú að greiða fyrir því sérstaklega að mál frá Vinstri hreyfingunni – grænu framboði og Samfylkingunni sem lúta að aflandsfélögum yrðu tekin á dagskrá á morgun þannig að þar gæfist efnislegt rými til að fjalla um þessi mál, auk þess sem auðvitað er dagskrárliður að vanda við þessar aðstæður í upphafi þingfundar óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra þar sem hv. þingmenn hafa tækifæri til að ræða þessi mál eða önnur við hæstv. ráðherra.