145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

Panama-skjölin og afleiðingar þeirra.

[11:00]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég verð að taka undir að ég er ekki sammála hæstv. forsætisráðherra sem leggur blessun sína yfir skattaskjól og aflandsfélög. Hann gerði það hér síðast í gær. Hann heldur því fram að stærstu mótmæli Íslandssögunnar sem áttu sér stað fyrir ekki svo löngu síðan þar sem fólkið kallaði eftir kosningum strax, kallaði eftir því að ríkisstjórnin færi frá, ekki bara að fyrrverandi forsætisráðherra segði af sér. Nú dregst upp hvert málið á fætur öðru tengt Framsóknarflokknum, við sitjum með ráðherra í ríkisstjórn sem eru tengdir aflandsfélögum, það er ekki það sem þjóðin biður um, að þessir aðilar hafi umboð til að klára einhver tiltekin, óskilgreind verkefni sem þeir ætla að ákveða hver verða.

Það er að minnsta kosti ekki það sem fólk er að ræða í kringum mig og ekki eru það bara mínir kjósendur, það get ég fullvissað hæstv. forsætisráðherra um, (Forseti hringir.) það eru líka framsóknarmenn sem hafa sagt: Það er í öllu falli langbest (Forseti hringir.) að kjósa til að endurnýja umboðið. Og það eigum við að gera.