145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

kosningar í haust.

[11:26]
Horfa

forsætisráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegur forseti. Stutta svarið er náttúrlega: Já, eins og fram hefur komið í mörgum samtölum og samræðum við minni hlutann og í yfirlýsingum forustumanna flokkanna. Við höfum líka lagt fram þingmálaskrá, beðið þingið um að endurskoða starfsáætlun og sagt að þetta séu þau verkefni sem við viljum ljúka. Margir í minnihlutaflokkunum hafa sagt að það sé ekkert mál. Menn hafa jafnvel gengið svo langt að segja að það þurfi nú ekki sumarþing til þess. Ég vænti þess því að þingmenn allir einbeiti sér að því að ljúka þessum verkefnum og svo munum við ganga til kosninga í haust eins og um hefur verið rætt.