145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

kosningar í haust.

[11:40]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Ég vil biðjast velvirðingar á því að ég er ekki að ræða fundarstjórn forseta en mér finnst ég knúinn til þess að ræða þetta á svipuðum nótum og hér hefur verið gert. Hér tala menn um að full ástæða sé til að gera eitthvað af því að einhver hv. þingmaður kallar úr sal. Er mönnum fullkomin alvara? Ég vek athygli á því, af því að menn tala um traust á þinginu: Á þessu þingi er búið að ræða fundarstjórn forseta í 21 og hálfa stund. Rúmlega 21 klst. Þetta eru tveggja mínútna ræður.

Menn skulu að minnsta kosti ekki halda því fram að þeir séu að auka traust á þinginu með því að ganga fram með þessum hætti. Þetta er helmingi lengri tími en hefur verið að meðaltali 2003–2013. Þetta eru upplýsingar frá skrifstofu þingsins.