145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

kosningar í haust.

[12:01]
Horfa

Róbert Marshall (Bf):

Virðulegur forseti. Það þarf kannski að stafa þetta ofan í hv. þm. Jón Gunnarsson. Við treystum ykkur ekki. (Gripið fram í: Múrmeldýrið.)

Þið hafið áður sagst ætla að halda kosningar (Gripið fram í.) og þið hafið ekki gert það. Það er bara staðan sem blasir við. Hv. þingmaður verður að þola það að hér sé fólk sem hefur aðrar skoðanir en hann og sem dregur í efa að þetta loforð muni standa. Það er vegna þess að það er ástæða fyrir því. Það er slæm reynsla.

Hvenær áttu kosningarnar um Evrópusambandið að fara fram? Hverju var lofað í þeim efnum? Af hverju hefur ekki verið staðið við það loforð? (Gripið fram í: … gegn þjóðaratkvæðagreiðslu.) Hvenær fór það fram?(Gripið fram í: Þið fellduð …)

Þjóðin treystir ekki þessum flokkum. Það sýna skoðanakannanir (Gripið fram í.) og við treystum ykkur ekki. Þess vegna viljum við fá að vita hvenær á að gera þetta. (Gripið fram í: Þú ert svo heiðarlegur.) (Forseti hringir.)

Ja. (Forseti hringir.) Mér finnst þetta bara makalaus málflutningur hjá hv. þm. Jóni Gunnarssyni sem kemur hérna trekk í trekk upp og sakar fólk um óheiðarleika (Forseti hringir.) eins og hann sé einhvern veginn handhafi sannleikans í öllum málum. Það er ekki einu sinni rökstutt með neinum hætti. (Forseti hringir.) Kemur hérna, margstyrktur af verktökum og útgerðarfyrirtækjum, berst fyrir hagsmunum þeirra fram og til baka (Gripið fram í.) aftur og aftur. Sakar alla aðra en sjálfan sig um óheiðarleika. (Gripið fram í: Kæri Jón.) Þú átt bara að undirbúa framboð á Sikiley.