145. löggjafarþing — 103. fundur,  28. apr. 2016.

skrá um sykursýki og skimun fyrir sykursýki.

581. mál
[12:12]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Frú forseti. Nýgengi sykursýki er stórt vandamál á Íslandi rétt eins og um heim allan. Sykursýki veldur miklum skerðingum á lífsgæðum þeirra sem hana fá og af henni hlýst mikill samfélagslegur kostnaður.

Með þingsályktunartillögunni erum við í velferðarnefnd að sameinast um það að leggja til að starfshópur fari yfir það hvort rétt sé að koma á skimun sykursýki hjá fólki á ákveðnum aldri og hvort rétt sé að halda sérstaka skrá um sykursýki.

Ég vona að allur þingheimur geti sameinast um tillöguna rétt eins og velferðarnefnd og tel að um mikið framfaraskref á sviði heilbrigðismála sé að ræða ef af verður.