145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[12:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég geri aftur athugasemdir við fundarstjórn forseta og vek athygli á því að hv. þm. Össur Skarphéðinsson, sem hefur verið hérna í 25 ár, þekkir ekki enn muninn á virðulegum forseta og hæstv. forsætisráðherra. Látum það liggja á milli hluta. (Gripið fram í.)

Þegar hann kom inn (Gripið fram í.) þá voru … (Gripið fram í.) — Virðulegi forseti. Get ég fengið hljóð fyrir köllum og gjammi varaformanns Samfylkingarinnar?

Liðurinn um fundarstjórn forseta var ekki notaður á þennan hátt. Það veit hv. þingmaður. Nú er ekkert mál að taka umræðu um þetta mál eins og mörg önnur, ekkert mál. Við skulum gera það. En ég legg til að við misnotum ekki þennan lið svona. Þetta er mjög mikilvægur liður og ef við viljum gera athugasemdir við fundarstjórn forseta eigum við að fá að gera það.

En nú er þetta mál á dagskrá og okkur ekkert að vanbúnaði að ræða það. Í guðs bænum, sýnið þá á spilin, hvaða skoðanir þið hafið á þessu en farið ekki (Forseti hringir.) að misnota þennan lið fram eftir öllum degi.