145. löggjafarþing — 104. fundur,  29. apr. 2016.

rannsókn á aflandsfélögum Íslendinga og skattundanskotum.

711. mál
[14:51]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef ekki hugmynd um þessi félög sem hv. þingmaður var að telja upp og tengja við Samfylkinguna, veit ekkert um þau og get ekkert svarað neinu um það mál. Þingmaðurinn spyr mig um Evrópusambandið og Evrópska efnahagssvæðið sem einhvern grundvöll fyrir aflandsstarfsemi. Á leiðinni hingað upp í pontu varð á vegi mínum ljósrit af frétt um að fjármálaráðherrar fimm stærstu hagkerfa Evrópu samþykktu aðgerðir gegn skattaskjólum. Þetta er það sem ráðamenn í Evrópu eru að aðhafast í þessu máli. Hvað ætlar hæstv. fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, að gera í þessu máli? Og hvar er hann við þessar umræður sem hafa staðið um þetta mál í dag? Hann hefur ekki sést hér í húsi. (GÞÞ: Ég fór yfir það áðan hvað við erum að gera.)