145. löggjafarþing — 105. fundur,  2. maí 2016.

réttindabrot á vinnumarkaði.

[15:36]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það var ekki hönd festandi á neinu í svari ráðherrans sem er svo sem ekki nýtt. Mér finnst ég þó heyra á henni að hún sé mér sammála um að það sé áríðandi að við komum í veg fyrir að hér verði brotið á fólki. Þá er ég ekki bara að tala um skattsvik heldur virðist bara sem fólk viti ekki rétt sinn og það er upp á vinnuveitendur komið. Það þarf að hafa það alveg öruggt að stutt sé við þetta fólk. Í gær var sagt frá því að Reykjavíkurborg ætlar að fylgjast sérstaklega með öllum útboðsskilmálum og öllu slíku þannig að fólk sem starfar hugsanlega á vegum Reykjavíkurborgar njóti allra þeirra réttinda sem það á að njóta. Ég hvet ráðherrann (Forseti hringir.) til dáða í því að gera eitthvað í málunum en ekki bara tala um þau.