145. löggjafarþing — 105. fundur,  2. maí 2016.

Fell í Suðursveit og Jökulsárlón.

725. mál
[16:31]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka umræðuna. Eins og hefur verið rakið velkist enginn Íslendingur í vafa um náttúruverndargildi svæðisins í kringum Jökulsárlón. Mér finnst því að það liggi ljóst fyrir út frá þessari umræðu að eðlilegt sé að stefna að því að land jarðarinnar Fells verði hluti af Vatnajökulsþjóðgarði og farið verði í þá vinnu sem til þarf alveg óháð því máli sem nú er í gangi varðandi hugsanlega sölu jarðarinnar. En komi til sölunnar verði að sama skapi látið reyna á ákvæði náttúruverndarlaga um forkaupsrétt. Það má ekki gerast að menn tapi tækifærinu ef það býðst til að sameina jörðina Fell þjóðlendunni (Forseti hringir.) og Vatnajökulsþjóðgarði.