145. löggjafarþing — 107. fundur,  3. maí 2016.

útlendingar.

560. mál
[14:12]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég fagna því mjög að við séum komin á þann stað að greiða við 2. umr. atkvæði um þetta mál. Hér er um að ræða ákvæði sem fela í sér styttingu á málsmeðferð fyrir kærunefnd útlendingamála og styrkingu á málsmeðferðinni allri. Það er eitt ákvæði sem við frestum umræðu um þangað til í stóra frumvarpinu sem ráðherra mælti fyrir hér fyrir nokkrum dögum og við klárum þá umræðu bara þar, en þetta er mikið fagnaðarefni og mun leiða til þess að öll umgjörðin um þessi mikilvægu mál verður betri og málsmeðferðartíminn mun styttast.