145. löggjafarþing — 107. fundur,  3. maí 2016.

útlendingar.

560. mál
[14:13]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég er með á þessu máli, þ.e. sem lýtur að því að stytta málsmeðferðartíma vegna hælisumsókna og umsókna erlendra aðila um dvalarleyfi og vist í landinu. Ég vil þó vekja athygli á því að við hv. þm. Bjarkey Gunnarsdóttir lögðum fram fyrirvara við nefndarálit við afgreiðslu þessa máls og viljum hnykkja á mikilvægi þess að hraðari málsmeðferð komi ekki niður á gæðum þjónustu eða réttarstöðu eða réttaröryggi hlutaðeigandi. Það er mjög mikilvægt en í því efni veldur hver á heldur. Það er í höndum framkvæmdarvaldsins að skilja vilja löggjafans í þessu máli.

Ég greiði þessu að sjálfsögðu jáyrði mitt.