145. löggjafarþing — 108. fundur,  4. maí 2016.

lán til námsmanna erlendis.

[15:21]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Jú, við getum svo sannarlega verið sammála um að lána í samræmi við þörf, en SÍNE, Samband námsmanna erlendis, hefur einmitt gagnrýnt mjög að LÍN byggi framfærslugrunna sína á skýrslu sem ráðgjafarfyrirtækið Analytica gerði fyrir stofnunina. Sú skýrsla er stórlega gölluð. Það er greinilega til skammar hvernig hún hefur verið unnin. Námsmenn erlendis hafa bent á að þar hafi tölur ekki verið teknar út frá Eurostat eða OECD-skýrslum, heldur að stórum hluta til út frá einhverri vefsíðu sem virkar eins og Wikipedia, síðu sem fólk getur hlaðið hugmyndum sínum inn á. Grunnurinn fyrir t.d. Slóvakíu hafði verið fylltur út af níu manns þegar þessi skýrsla var gerð, skýrslan sem LÍN miðar við. Eru það tölfræðilega gagnreyndar aðferðir sem hæstv. menntamálaráðherra (Forseti hringir.) Íslands styður? Hvers konar vinnubrögð eru þetta?