145. löggjafarþing — 109. fundur,  10. maí 2016.

beiðni um skýrslu.

[13:35]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Mig langar að biðja hæstv. forseta að beita sér í því máli að hér var lögð fram skýrslubeiðni. Henni var dreift 15. október og samþykkt í þinginu 20. október. Þetta er beiðni um skýrslu frá hæstv. fjármála- og efnahagsráðherra um niðurfærslu verðtryggðra fasteignaveðlána. Þar má finna fimm spurningar sem lagðar eru fram af tíu þingmönnum úr öllum flokkum stjórnarandstöðunnar.

Nú er kominn maímánuður og enn hefur engin skýrsla borist. Mig langar að biðja hæstv. forseta að beita sér fyrir því að Alþingi fái þá skýrslu sem samþykkt hefur verið að leggja hér fram. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)