145. löggjafarþing — 109. fundur,  10. maí 2016.

upplýsingar um reikninga í skattaskjólum.

[13:55]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Nýverið skrifuðu hagfræðingar opið bréf að undirlagi góðgerðasamtakanna Oxfam í tilefni af ríkjaráðstefnu um spillingu sem haldin verður í London í vikunni. Leiðtogar 40 ríkja auk fulltrúa Alþjóðabankans og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins sækja ráðstefnuna.

Það kemur fram hjá þessum hagfræðingum og Ban Ki-moon að ólíðandi sé að nýta skattaskjól af því tagi sem hefur verið gert af því að það eykur svo sannarlega ekki velsæld í heiminum og ýtir í raun og veru undir skattaskjól. Það er þekkt að mjög fáir njóta hagsældar af þeim en skattaskjól eru talin vera ein ástæða þess af hverju hinir ríku verða ríkari. Árið 2015 áttu 65 ríkustu einstaklingarnir jafn mikið og helmingur jarðarbúa samanlagt.

Mig langaði að spyrja hæstv. ráðherra hvort hann telji að skattaskjól séu réttlætanleg (Forseti hringir.) og notkun þeirra og hvort hæstv. ráðherra hefði hug á að stofna aftur reikning í skattaskjóli ef það stæði til boða.