145. löggjafarþing — 109. fundur,  10. maí 2016.

útlendingar.

560. mál
[15:37]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir þessari breytingartillögu sem lögð hefur verið fram hér við 3. umr. Um er að ræða lítils háttar orðalagsbreytingu, þannig að í stað orðsins „ríki“ í a-lið 2. mgr. a-liðar 2. gr. frumvarpsins komi: upprunaríki.

Þetta er til samræmis við aðrar greinar frumvarpsins og ég vonast svo sannarlega til að þessi breytingartillaga verði samþykkt.