145. löggjafarþing — 110. fundur,  12. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[11:51]
Horfa

Frsm. velfn. (Elsa Lára Arnardóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég skal með glöðu geði svara andsvari hv. þm. Össurar Skarphéðinssonar. Hann spyr hvort 400 íbúðir séu nóg. Svar mitt er: 400 íbúðir á ári, 2.300 íbúðir eins og þetta umrædda frumvarp kveður á um, er veigamikið skref. Ég tel það mun meira og stærra skref en það að vera í ríkisstjórn í sjö ár og vera ekki með uppbyggingu á einni einustu íbúð. Þannig ég tel þetta sé mikil framför í uppbyggingu á leigumarkaði en við höfum séð í langan tíma.