145. löggjafarþing — 110. fundur,  12. maí 2016.

almennar íbúðir.

435. mál
[12:57]
Horfa

Hjálmar Bogi Hafliðason (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að óska nefndinni og framsögumanni hennar, hv. þm. Elsu Láru Arnardóttur, og formanni nefndarinnar, Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur, til hamingju með þetta frumvarp. Ég ætla ekki að fara í efnisatriði frumvarpsins heldur að spyrja hv. þingmann, sem fór reyndar úr salnum, út í fyrirsögn frumvarpsins, en þingmaðurinn er farinn. Ég vil spyrja hv. þingmann (RR: Ég er hér.) hvers vegna menn leggja til þá breytingartillögu að þetta muni heita frumvarp til laga um almennar félagsíbúðir. Hvers vegna leggja menn til að það hafi það heiti?