145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

leiðrétting á orðum ráðherra.

[14:11]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Ég tel mig knúna til að koma hér upp vegna síðara svars hæstv. félags- og húsnæðismálaráðherra við mig. Þar sagði hún … (Forseti hringir.)

(Forseti (EKG): Er hv. þingmaður nokkuð að hefja hér efnislega umræðu um þetta mál sem lauk í umræðunni áðan?)

Nei, ég tel bara mjög mikilvægt að koma hér á leiðréttingu þar sem ráðherra fór með rangt mál og sagði að ekki þyrfti lagabreytingu til að hækka þak í fæðingarorlofi. Það þarf svo sannarlega og þess vegna ítreka ég tilboð okkar samfylkingarfólks, að frumvarp okkar fái afgreiðslu og að barnafjölskyldur fái hækkun á þaki í fæðingarorlofi strax nú í sumar. En það þarf svo sannarlega lagabreytingu til að hækka þakið og ég vona að hæstv. ráðherra þekki betur aðra málaflokka sem undir hana heyra.