145. löggjafarþing — 111. fundur,  17. maí 2016.

lokafjárlög 2014.

374. mál
[14:39]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Við göngum hér til atkvæða um lokafjárlög fyrir 2014. Því ber að fagna að allir nefndarmenn í fjárlaganefnd skrifuðu undir nefndarálitið og því alger sátt um málið, en hér hefur verið farið yfir það í dag hvað það er mikilvægt að þingmenn starfi í sátt og samlyndi. Því ber að fagna og þakka ég minni hlutanum í fjárlaganefnd kærlega fyrir vel unnin störf í þessu máli sem og öðrum málum sem í fjárlaganefnd koma.