145. löggjafarþing — 114. fundur,  22. maí 2016.

meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum.

777. mál
[22:55]
Horfa

Össur Skarphéðinsson (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Spurning mín hefur þann tilgang einan að fá það upplýst af hálfu framsögumanns nefndarinnar hvert Seðlabanki Íslands sækir heimildina til þess að kalla eftir upplýsingum um eignarhald.

Er það ekki rétt skilið hjá mér að það séu þær heimildir sem verið er að veita samkvæmt 14. gr.? Er þá ekki rétt hjá mér að 14. gr. eins og hún er núna veitir Seðlabankanum heimild til þess að kalla eftir upplýsingum um eignarhald hjá hverjum einasta, ef honum sýnist svo?