145. löggjafarþing — 116. fundur,  23. maí 2016.

flugþróunarsjóður.

636. mál
[16:20]
Horfa

Valgerður Gunnarsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir þau svör sem hún gaf. Ég sat á sínum tíma í þeirri nefnd sem undirbjó þetta starf og vil segja að sú niðurstaða sem er að nást í þetta mál vekur bjartsýni á að við munum ná að dreifa ferðamönnum um landið. Það skiptir gríðarlegu máli fyrir byggðir á Norður- og Austurlandi að færa ferðamanninn nær. Við stöndum frammi fyrir því að ferðaþjónustan er að verða sá atvinnuvegur sem skilar hvað mestum gjaldeyristekjum í ríkissjóðinn. Þess vegna skiptir miklu máli að þetta verði að veruleika. Ég bind vonir við að við munum á næstu árum sjá hvað þessi gjörð skiptir miklu máli fyrir atvinnulífið og þær tekjur sem við höfum af ferðamönnum.