145. löggjafarþing — 116. fundur,  23. maí 2016.

rannsókn á mánaðartekjum háskólanema.

744. mál
[16:51]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Ég verð að lýsa vonbrigðum mínum með að hæstv. ráðherrann eyði drjúgum hluta af stuttum tíma sem hann hefur til að þvæla um hvaða vísitölur eigi að nota í þessu sambandi. Það þarf að bregðast við þessum vanda. Og ég ætla líka að lýsa vonbrigðum mínum yfir að hann fari að tala um launahlutföll. Vandinn er sá að laun á Íslandi eru almennt of lág. Það er það sem hver ábyrgur stjórnmálamaður á að reyna að bregðast við. Að hækka laun í landinu. Af hverju eru laun á Íslandi of lág, virðulegi forseti? Það er af því að vitlaust er gefið í þessu landi. Það er vitlaust gefið. Þeir sem veiða fiskinn í sjónum, þeir sem eiga fyrirtækin, þeir sem hafa það gott, þeir hirða mikinn hagnað og arð og þjóðin fær ekki neitt, velferðarkerfið (Forseti hringir.) drabbast niður á meðan felldir eru niður skattar á þá sem hafa ofurháar tekjur.