145. löggjafarþing — 118. fundur,  25. maí 2016.

störf þingsins.

[15:25]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Að þessu tilefni gefnu vill forseti taka fram að það lá ljóst fyrir á síðasta fundi í þingskapanefnd að það var niðurstaðan í nefndinni að ekki væri tilefni til þess að funda fyrr en fyrir lægi hver niðurstaða yrði varðandi þær stjórnarskrárbreytingar sem þá var verið að ræða og miðuðu meðal annars að því að opna möguleika almennings eða minni hluta Alþingis til að kveða upp úr um niðurstöðu einstakra þingmála frá Alþingi.

Forseti taldi þess vegna ekki ástæðu til þess fyrr en það lægi fyrir hver yrðu örlög þeirra mála, en forseti hefði gjarnan áhuga á því að láta á það reyna hvort það væri svo að þrátt fyrir að niðurstaðan væri sú að fara ekki fram með þessar stjórnarskrárbreytingar væru þingmenn tilbúnir að gera breytingar á þingsköpum. Forseti hefur lagt fram ákveðnar hugmyndir í þeim efnum sem hv. þingmanni er kunnugt um.


Efnisorð er vísa í ræðuna