145. löggjafarþing — 118. fundur,  25. maí 2016.

dómstólar.

615. mál
[16:09]
Horfa

Unnur Brá Konráðsdóttir (S):

Hæstv. forseti. Ég styð ekki þessa breytingartillögu. Við ræddum nafnið á stofnuninni nokkuð og það er rétt sem kemur fram að það heiti sem lagt er til með frumvarpinu, dómstólasýslan, er talið betur lýsandi fyrir hlutverkið. Dómsýsla gæti skilist sem svo að verið væri að sýsla með dóma en ekki stjórnsýsluna í dómstólunum.

Sú hugmynd kom jafnframt fram í þingsal að nota bara núverandi heiti, dómstólaráð, en það var ekki talið ganga vegna þess að það er stjórn yfir þessu apparati og ekki þótti rétt að tala um stjórn yfir ráði.