145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

Mývatn og Jökulsárlón.

[10:44]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég vil þakka ráðherranum fyrir svörin en bið um enn þá skýrari svör. Mig langar að spyrja ráðherrann hreint út hvort það standi til að fjármagn fáist til að styðja Skútustaðahrepp í fráveituframkvæmdum. Núna á yfirstandandi ári þarf strax að ganga í þau verkefni. Við vitum það. Ég spyr ráðherrann hvort fundaði hafi verið um það í ríkisstjórn, hvort fjallað hafi verið um það á fundum hennar með fjármálaráðherra, að fá fjármagn til þessara framkvæmda.

Hins vegar vil ég spyrja: Hefur það verið rætt á sambærilegum fundum, þ.e. fundi í ríkisstjórn, með forsætisráðherra eða fjármálaráðherra, að útvega fjármagn til að ganga inn í kaup á Fellsjörðinni í þágu Vatnajökulsþjóðgarðs?