145. löggjafarþing — 119. fundur,  26. maí 2016.

samningur Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarvörur.

783. mál
[11:48]
Horfa

utanríkisráðherra (Lilja Alfreðsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í því bréfi sem nefnt var af hv. þingmanni og vegna orða í greinargerð með tillögunni sem vísað var til, er rétt að taka fram að ekkert í því orðalagi gefur til kynna að sá samningur sem hér er til umræðu sé gerður með sérstökum stuðningi bænda. Orðalagið endurspeglar samskipti sem áttu sér stað milli hagsmunaaðila og landbúnaðarráðuneytisins á árinu 2011 þar sem svína- og alifuglabændur kröfðust þess að tryggt yrði að þeir sætu við sama borð á markaði ESB og bændur ESB hér á landi, þ.e. að gagnkvæmni yrði tryggð. Fyrir liggur að bændur eru andvígir þessum samningi. Að því sögðu skil ég áhyggjur bænda og vona að unnt verði að ná sameiginlegum skilningi milli ríkisvalds og bænda um ákveðnar leiðir sem fara megi til að milda áhrifin sem kunna að verða. Það samtal hefur átt sér stað undanfarið og heldur áfram, að því er ég best veit.