145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

Félagsmálaskóli alþýðu.

[14:07]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Það gleður mig að heyra svar hæstv. ráðherrans um að hún sé andvíg þessari tillögu. Hún orðar það svo að ef gera á slíkar breytingar eigi að gera þær í samvinnu við aðila vinnumarkaðarins eða stéttarfélögin. Mér þætti vænt um ef hún staðfesti að þetta komi ekki til greina af hennar hálfu og að hún vilji frekar auka stuðning við það kerfi sem er í gangi, ekki síst í ljósi þess að hæstv. menntamálaráðherrann þrengir að skólagöngu eldra fólks sem gæti haft áhuga á að nota slík tækifæri.