145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi.

618. mál
[18:01]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S):

Virðulegi forseti. Ég hef áður lýst hér í ræðu, í umræðum um þetta mál, efasemdum um ívilnanir af þessu tagi með vísan til samkeppnissjónarmiða og eðlis máls. Burt séð frá því hvort ívilnun með þessum hætti eigi rétt á sér yfir höfuð tel ég alveg einsýnt að það er hvorki tilefni né efni til þess að auka þá niðurgreiðslu til erlendrar kvikmyndaframleiðslu úr höndum íslenskra skattgreiðenda sem þetta frumvarp gerir ráð fyrir. Þess vegna segi ég nei.