145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

lögreglulög og lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins.

742. mál
[18:03]
Horfa

Vilhjálmur Árnason (S):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að við séum að ljúka hér frumvarpi sem stuðlar að breytingu á lögreglunámi í landinu. Ég hugsa að þetta séu einar mestu framfarir sem munu verða innan lögreglunnar nú á þessum tímum og muni efla hana til muna. Ég hlakka til að sjá afrakstur þessa frumvarps og þakka þingheimi og þeim sem að þessu máli hafa komið kærlega fyrir þessa vinnu. Það var einmitt þingið sem fól innanríkisráðuneytinu að hefja þessa vinnu og nú erum við að ljúka henni. Því ber að fagna.