145. löggjafarþing — 122. fundur,  31. maí 2016.

um fundarstjórn.

[20:44]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F):

Virðulegi forseti. Þetta er dagskrárliður um fundarstjórn forseta og ég var fyrst og fremst að lýsa því yfir hvernig ég sæi framgang þessa máls. Hv. þm. Ögmundur Jónasson gat eins og lög gera ráð fyrir komið í andsvar við mig eftir ræðu mína í stað þess að skeyta skapi sínu á þessum dagskrárlið. Það er svo sem ekki nýtt að þessi dagskrárliður sé notaður í annað en hann á að vera og ég ítreka óskir um að rannsókn á einkavæðingu bankanna, hinni síðari, verði á morgun og mun ég þá hafa framsögu í því máli.